mánudagur, mars 17, 2003

Í gær...
... var ég á kóramóti upp í skóla. Þarna voru saman komnir kórar frá öllum helstu menntaskólum landsins. Kórinn í Flensborg og kór FÁ voru mjög góðir. Það var gaman

í dag...
... er ég lasin eins og á föstudaginn. Lasleikinn einkennist minnst af hita og kvefi og mest af stanslausum bréfaskiptum við kennara til þess að leysa hin og þessi vandamál sem þessi veikindi hafa skapað.
Já og ekki kaupa neitt af vinstrihlið (ef þú horfir á það þegar þú kemur inn) ávaxtaborðins í Hagkaup á Seltjarnarnesi. Ég hnerraði allrækilega yfir þá hlið í dag.

á morgun...
...vona ég að ég verði ekki veik lengur því að ég verð að fara á mikilvægan sópranafund. Þar á að skipuleggja magnaðasta árshátíðaratriði sóprana.. allavega frá því að ég byrjaði í kórnum, og þá er nú ekkert rosalega mikið sem þarf að toppa! (Mummi og Björg, þið turtildúfurnar verðið bara að gráta á hvors annars öxl yfir að missa af þessu!)

Núna...
... ætla ég að fara að borða þjóðarrétt okkar íslendinga, fisk og vatn. Ef tími gefst þá mun ég segja ykkur sögu af falli sölumannsins á horninu hér í hverfinu en bráðum munu Nesbúar efla til eggjakasts á sjoppuna (mér þykir líklegt að þeir byrji á sólpallinum hjá mér því þar er svo gott kastfæri í húsið við hliðiná. Þar á höfundur Júróvisjónlagsins heima. Ef að svo fer ekki þá mun ég halda Júróvisjónpartý og gefa öllum bakka af eggjum við innkomu).

0 ummæli: