Tiltekt
Ég er búin að eyða kvöldinu í að skúra síðuna mína hátt og lágt, endurraða í hillur og flytja allt til og frá. Og er hún ekki fín? Í augum html lúðans er þetta stórvirki! Hildigunnur, ég er reiðubúinn að taka við 2 sleikjóum og blöðru sem á stendur 2 ára í staðinn fyrir að laga linkasafnið, setja komment á og allt þetta sem html lúði getur gert einn!
Annars lækkaði álitið á síðunni svolítið þegar ég sá þetta. Ekki tók betra við þegar ég rakst á þetta, þetta og þetta.
Ég er nokkuð sorgleg. Ég ætlaði að læra í kvöld þar sem ég er með nýja español stefnu; horfa á eina spænska mynd í viku. En í þessari viku fann ég enga sem að ég var ekki búin að sjá. Þær sem eru til á vídjói eru Abre Los Ojos, Todo Sobre Mi Madre og Kryddleginn hjörtu. Auðvitað eru til fleiri en ég nennti ekki að leita (Y tú mama también og Hable con ella eru ekki komnar út). Þess vegna sit ég heima í tölvunni á föstudagskvöldi, flöskudagskvöldi!
Jæja, ég er farin að sofa.. læri á morgunn á laugardegi, þynnkudegi!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli