... bókamarkaðnum í Smáralind. Hann lokar reyndar á morgun en það er hægt að gera kjarakaup og ganga aftur í barndóm. Ég varð að halda aftur af mér til þess að kaupa ekki allar bækurnar sem að ég las þega ég var 6 ára. En ég keypti...
- ... risabók um VW bjölluna
... bók frá 1978 sem heitir "Listin að líta vel út". Í bókinni eru fæðingarblettir kallaðir lýti, mælt er með brjósta-, rass- og magaaðgerðum og konum sagt að nota ilmvötn sem lykta eins og leður.. mmm!
... tvo árganga af Gög & Gokke, 1981 og 1982. Framan á hverju blaði stendur: "Verð kr. 20.00"
... 20 blönduð teiknimyndablöð í pakka, þ.á.m. Alf, umhverfis jörðina á 80 stundum og ævintýri Robins þar sem hann glímir aleinn við Catwoman. Hey og sjáðið hvað lærin á Catwoman eru eðlileg!
0 ummæli:
Skrifa ummæli