laugardagur, mars 29, 2003

Koff Koff

Allt fyrir ofan axlir er fyllt af sýklum. Ég er reyndar ekki með eyrnabólgu, en kvef, hálsbólgu og vírus í augunum. Mér finnst fólk sem vælir yfir veikindum leiðinlegt og ég er búin að finna allt það jákvæða í öllum sýklunum. Hér kemur það...

Ég hef ákveðið að gerast jazz-söngkona á meðan hálsbólgan stendur yfir. Röddin er ryðguð og rám og þessvegna ætla ég að halda tónleika á morgun í bílskúrnum kl. 9.00. Undirleikari minn mun verða Pólverjinn Jegsyg Ínef. Það mun einungis kosta ein pakka af snýtuklútum inn.

Vírusinn hefur ekkert gert nema gott. Ég þurfti að fara til læknis og heimilislæknirinn minn er í fríi svo í staðinn fékk ég tíma hjá öðrum. Hann var mjög mjög sætur og ég er viss um að í rauninni er hann bara í starfsþjálfun til þess að geta hafið leik í ER. Þegar ég kom heim þá uppdagaðist það að mamma hafði líka þurft að fara til hans einu sinni og við ákváðum að skipt yrði um heimilislækni strax (enda sá gamli leiðinlegur). Þegar við hugsuðum málið aðeins betur áttuðum við okkur á því að verkur í litla putta myndi enda í heimsókn á heilsugæslustöðina og sjúkraframlag heimilisins myndi rjúka upp úr öllu valdi. Þess vegna höldum við okkur við þann gamla.
Doktor Sætur gaf mér smyrsl til þess að bera í augun. Smyrslið gerir það að verkum að ég sé allt í draumkenndri móðu og líður mér þess vegna eins og ég sé í endurminningu í sápuóperu og hef ég ákveðið að hún fjallar um mig og sætan lækni sem unnumst mjög en þurfum að skilja vegna dramatískra atburða sem verða ekki útlistaðir hér.

Já ég vil minna alla á að senda SMS í síma 1911 með skilaboðunum DOM 10 þargar Skördí og Andri keppa. Svo er líka hægt að senda BEST 20. Þá er verið að kjósa fyrir bestu sviðsframkomuna...

Já eitt enn. Ég var að búa til nýjan kassa sem heitir Ekki daglegt. Í honum eru þeir sem blogga ekki daglega, eða örsjaldan, sem og aðrir sem eru verðugir linki. Í þessum tilfæringum týndi ég hægri línunni á daglega rúnts kassanum og auglýsi hér með eftir henni. Þið getið bara sett hana í tapað-fundið kassann.
Og nú er ég farin í bíó á franska gamansakamálamynd... stafsetningavillur verða lagaðar síðar

0 ummæli: