laugardagur, mars 29, 2003

Sko

Ég er mjög gáfuð, það er bara tvennt í heiminum sem að ég skil ekki (fyrir utan flókna stærðfræði, eðlisfræði, efnafræði, líffræði og stríð).

1. Hvers vegna eru ekki rúðuþurrkur á hliðargluggum á bílum, afhverju bara að framan og aftan? Ég vil líka geta horft til hliðar þegar rignir og það rignir oft á Íslandi!
2. Mér finnst matur oft góður (ekki kjöt þó). En hverjum datt í hug að fara niður að sjó, veiða fisk, sem er ekki auðvelt og éta hann? Eða þá búa til brauð, mala korn og allt þetta? Fáránlegast er þó kaffi. Hvernig getur maður bara óvart brennt baunir, innan úr berjum, malað þær, látið heitt vatn renna í gegnum duftið og drukkið svo vökvann. Ég meina.. þetta er allt svo langsótt! Þetta er allt mjög eðlilegt í dag, en ef að við þekktum t.d. ekki kaffi og ég ætlaði að kynna ykkur fyrir þessari aðferð (segjum bara að ég hafi fundið hana upp) þá væri ég líklegast í viðtölum hjá einhverjum lækni.

Svo held ég að kötturinn minn sé kominn með alzheimer. Hann mjálmar, svo tveimur sekúndum seinna gleymir hann að hann var að mjálma.. og mjálmar þess vegna aftur. Svona gengur þetta allan dagin. I love my cat, en stundum get ég orðið alveg brjáluð.
Og vei! Dáðadrengir unnu Músíktilraunir. Mér finnst þeir kúl og þess vegna fá Músíktilraunir ekki Pjölluverðlaun næst þegar þau verða veitt.

0 ummæli: