miðvikudagur, mars 26, 2003

Sjaldan hef ég...
... verið jafn mjúk og í gær. Ég fór í rosasturtu og voru eftirfarandi efni öll brúkuð (sum tvisvar): facial oil, facial scrub, body scrub, sjampó, hárnæring, moisturizing shaving gel, mouisturizing body spray, facial mask, FireWalker og contidioning hair spray. Eftir allt þetta geta allir skilið hversvegna ég varð mjög mjúk og ilmandi, því konur ilma jú (eða eru það tenórar sem ilma?). Það er stundum svo mikið mál að vera kona (eða tenór).

Sjaldan hafa mér...
... þótt Þjóðverjar skemmtileg þjóð. Ég þekki þá allmarga og aðeins örfáir eru skemmtilegir. Í dag þætti mér þó mjög gaman að vera Þjóðverja, eða bara Frakki. Ég hugsa að ég væri skælbrosandi og það væri nú bara gaman. Þá þyrfti ég allavega ekki að skammast mín fyrir að vera Íslendingur. Nei lofið mér að umorða þetta. Þá þyrfti ég ekki að skammast mín fyrir þá ráðamenn hér í landi sem telja sig vera að tala fyrir hönd þjóðarinnar þegar Íraksmál, notkun Bandaríkjamanna á íslenska flugvellinum og meðbyr í stríði ber á góma.
Já og ég heyrði í Mikael Torfasyni í Zombie í gærmorgun. Hann skýrði frá því að Ísland hefði aldrei verið nefnt í dönskum fjölmiðlum og þeir sem brenndu íslenska fánann héldu örugglega að þeir væru að brenna þann breska. Þetta þykir mér gáfuleg athugasemd og örugglega rétt hjá honum.

Sjaldan hafa...
... tvær færslur átt jafn illa saman. Og sjaldan hefur kommennt kerfið mitt legið undir svo miklu álagi!

0 ummæli: