Ja hérna!
Ef það er barasta ekki komið sumar. Sólin skín á grund sem grænkar smátt og smátt, börn í snú snú, fugl skríkir af gleði, fólk á mínum aldri í boltaleik, karlmenn farnir að sína fagurmótaða upphandleggsvöðva og Steini heldur því fram að jafnvel Esjan sjálf hafi dregið fram sumarkjólinn. Núna hlæja litlu börnin sem eru að leika sér í garðinum hjá mér. En hvað þetta er yndislegt.
Og ég sit inni og þarf að lesa 8 bækur um Jón Árnason, ævintýri og kynjahlutverk. Sólin hlýtur að skína seinna..
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli