mánudagur, janúar 06, 2003

Í skólanum, í skólanum...

Djí hvað það er erfitt að vakna til að mæta í skólann. Ég skil ekki afhverju jólin eru ekki haldin oftar á ári, mér finnst það alveg eðlilegt. Verslunarmenn græða á því, allir eru voða hamingjusamir og glaðir, allir sofa mikið og horfa á sjónvarp.. bara allt í góðu!

Ég skil heldur ekki afhverju útsölurnar eru ekki byrjaðar allstaðar! Ég fór á alla verslunarstaði Reykjavíkur (alla þrjá s.s) í þeirri trú að spara á útsölum en ég sá svona fimm búðir þar sem voru útsölur (OK, ég er kannski að skreyta aðeins, svona 50% allra búða var byrjað á útsölum). Mér finnst að það ætti að vera lögbundinn útsöludagur, dagurinn sem allar útsölurnar byrja á. Þá gæti það verið eins og í bíómyndunum, fólk lægi fyrir utan í marga sólahringa til þess að vera fyrstir til þess að spara!
Það er líka svo erfitt að labba um þetta allt, annað hvort í skítakulda og rigningu eða með grenjandi krakka, pirrandi unglinga og ömurlegt píkupopp í eyrunum. Ekki nóg með það (það er sko lögbundinn kvörtunnardagur í Ragnheiðarlandi í dag) þá var (lögbundinn) konudagur hjá mér. Ég átti að vera kvennleg í fínu kápunni, svörtum sokkabukum og svörtum leðurskóm þannig að það var mjög erfitt að máta allt sem var ekki kvennlegt án þess að vera eins og bjáni..

Jæja, nú er ég farin að lúlla. Early to bed, early to rise (eins og stendur í gelgjubókunum sem að ég er að lesa. Ragnheiður B, þær eru ekki mjög fyndnar, frekar gelgjulegar!)
Góða nótt
Ragnheiður

P.S. Ragnheiður B (eða einhver html-fróður) hvernig fæ ég teljarann til þess að vera bili fyrir neðan blogger merkið (ATH! Ég setti teljarann inn sjálf!)?

0 ummæli: