fimmtudagur, janúar 09, 2003

Kórinn eða leikfélagið?

Núna er ég að vafra í glænýjum vafrara frá Mac. Hann heitir Safari og er þvílíkt fljótur að hlaða upp síðum að maður er varla búin að ýta á enter þegar þær eru komnar upp. Nei ég er ekki að grínast!

Ég og Skúli sonur vorum eitt sinn að velta fyrir okkur hver myndi vinna street-fight ef að Kórinn og Leikfélagið myndu lenda í einum slíkum. Ég held að Leikfélagið myndi vinna en þykir þetta þó skemmtileg pæling. Til að þið getið dæmt um málið læt ég fylgja með nokkra og plúsa og mínusa við hvort.

Kórinn..
a) Er einfaldlega miklu stærri, 65-80 manns
b) Í honum eru margar píur sem hugsa frekar um útlitið og að passa að neglurnar brotni ekki
c) Tónlistarfólk er oftar veikbyggðara en leiklistarfólk (Skúli er ekki talinn með)

Leikfélagið
a) Í mesta lagi um 50 manns..
b) Í leikfélaginu eru engar langar lakkaðar neglur
c) Leiklistarfólk er miklu blóðheitara og miklu ákafara. Að leika er líkamlegra erfiðara en að syngja

Hvað haldið þið?


0 ummæli: