laugardagur, janúar 11, 2003

Opinbert bréf til sonar míns, Skúla

Mér þykir leitt að heyra að ég hafi sært þig með fyrri skrifum. Skoðun þín á málinu átti alls ekki að skipta máli, heldur bara fylgja sögunni. Mér þykir með eindæmum leitt að ég hafi gleymt samtali okkar í kirkjunni (hallelúja, amen) og þegar þú minnist á það þá veit ég vel að þú hefur rétt fyrir þér. Ég man vel andartakið á kirkjuloftinu (hallelúja, amen) og bið þig innilegrar fyrirgefningar hér og nú. Þú veist hvað ég get verið gleymin (eins og þegar ég gleymdi að slökkva á gaseldavélinni og kveikti í gamla húsinu okkar).

Ég vil að þú vitir það, elsku Skúli minn, að ég tel þig alls ekki hálfvita, síður en svo. Þú ert skýr drengur og duglegur og hefur alltaf gengt mömmu þinni og verið góður í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur. Ég er mjög stolt af þér. Ég er búin að laga fyrri skrif svo að engin misskilningur verði og segi enn og aftur (og meina það innilega), fyrirgefðu elsku ljósið mitt. Það er alveg rétt sem að þú segir, ég lagði þér orð í munn og hefði ekki átt að gera enda veistu vel að ég hef sjálf oft sagt þér hversu dónalegt og ómannúðlegt það er. Ég samdi fyrir þig litla vísu

Skúli, þú er sonur minn
syngjandi og sætur
Skúli, hver er faðir þinn
sem greiðir ei barnabætur?

Það er erfitt að vera einstæð móðir, það er satt, en ekki með dreng eins og þig. Mundu bara að mamma elskar þig.

Þín elskandi móðir

P.S. Bið að heilsa Hjalta frænda

0 ummæli: