Jamm og já já
Það er aldeilis skrall á manni, ég sem ætlaði að taka því rólega þessa önn. Stjörnugjöfin er svohljóðandi:
Stórfélagsferð 10.01.03- 4 bjórar -hefði fengið 5 ef að Hreiðar hefðu ekki hrotið svona rosalega mikið eins og Eyþór minntist á
Kórpartý 11.01.03- 3 og hálfur bjór -sópraninn var ekki að standa sig (ég stend ekki undir rokksópran titlinum!) og mikið af ókunnugu ókórfólki, en eigi að síður gaman...
Árshátíð Lækjarbrekku 14.01.03- 4 bjórar -verrí næs dídjei, verrí verrí verrí gúdd fúd og opin bar í boði eigandans allt kvöldið!
Og það er augljóst að ég er að verða gömul, ég er virkilega dösuð eftir þetta allt saman. Legg mig örugglega í öllum hádegum út vikuna!
OK, ég veit að ég var að kvarta undan því að útsölurnar hefðu ekki allar byrjað á sama tíma, en ég verð samt að kvarta aðeins meira. Ég skil ekki hvers vegna allt þetta ljóta fer á útsölu og allt sem mig langar ekkert í! Bara sem dæmi þá langar mig í 5-6 geisldiska... enginn þeirra er á útsölu! Þannig að ég vil setja í lög að allt eigi að fara á útsölu þegar þær hefjast (eins gott að ég stjórni aldrei landinu. Það yrði algjört lagaveldi!)
óvör end át
P.S. Arnór ég var ekki að monta mig í Kringlunni. Átti reyndar líka að vera með vídjóvarpa en gat ekki haldið á þessu öllu svo að við redduðum honum öðruvísi í bæinn.. sem betur fer
P.P.S. djöfull er þetta lélegt blogg í dag! Gúrkutíð bara!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli