mánudagur, janúar 20, 2003

Topp 5 listi síðustu daga

1. Gettur Betur lið MH rústaði éttu betur liði FB með 14 stiga mun. Þrefalt húrra fyrir Önnu Pálu (hetju), Andró og Jónasi sem náðu 25 stigum úr hraðaspurningum! Skemmtilegast var þó að sjá morfís liði okkar hampa langþráðum sigri (sorrý strákar)
2. Hljómsveitin í afmælinu hennar Svanhvítar, tók slagarann um Laugaveg, Í minn stað og Fingur (eða heitir lagið Hringir?), ásamt óvæntum gestaspilurum sem léku Snítubréf í kántrý útgáfu.
3. Kaupa 4 geisladiska á útsölu og allir mjög langþráðir; Sea change með Beck, () með Sigurrós, Kristnihald undir Jökli með Quarashi og Life, death and happiness með Ske.
4. Tveir menn sem að voru með mér í bíó og hlógu svo ansalega að hálfur salurinn hló helminga meira bara vegna þeirra (þeir voru alltaf að dæsa og andrvapra eftir hláturrokurnar).
5. Sjá Loga Bergmann (viðhald Önnu Pálu til 3 ára) snúa rassinum í FBinga næstum því alla keppnina

Bottom 5 listi síðustu daga

(sumt skilja bara þeir sem voru á staðnum)

1. Stuðmundur húsvörður
2. Bandið sem var sett fyrir salinn
3. Leiðinlegu viðskiptavinirnir sem kvörtuðu allan tímann yfir engu eða sögðu "barambamm tshhh" brandara (a plague on your houses!).
4. Þegar ég missti eina posann sem virkaði í húsinu í gólfið og braut loftnetið (það var samt mjög fyndið)
5. emm... svo gerðist ekkert meira leiðinlegt...

0 ummæli: