miðvikudagur, janúar 01, 2003

Handlaginn maður handa mömmu

Ef einhver er eins og ég þá horfir sá hinn sami mikið á barnaefni yfir jólin og nýja árið. Ég var s.s. að horfa á Handlaginn maður handa mömmu. Barnamynd sem fjallar um litla stelpu sem á eiginlega ekki pabba. Hún brýtur flugdrekann sinn og þar sem að hún er orðin leið á því að mamma hennar þykist kunna að gera við allt og maðurinn á neðri hæðinni geti ekki gert við neitt þá ákveður hún að leita að manni handa mömmu sinni. Hann á að vera handlaginn, barngóður, líka vel við hunda og ógiftur. Eftir smá leit fer hún í Kringluna og finnur þar mann handa mömmu sinni sem getur opnað bíla með herðatréi, vinnur í Boss búðinni, finnur hundinn hennar þegar hann týnist, skilar bakpokanum þegar hann gleymist, lagar flugdrekann og finnur auglýsinguna. Voða hamingju samt allt.
Höfundur sögunnar er s.s. hugsuðurinn mikli Ásta Hrafnhildur sem sá um Stundina Okkar þegar hún var upp á sitt b(v)ersta. Ekki nóg með það að sagan sé algjörlega út í hött því að allir geta lært að skipta um kló og laga flugdreka, einstæðar mæður eða ei, þá er draumaprisinn í þokkbót leikinn af Fjölni Þorgerissyni. Við fjölskyldan veltumst bókstaflega um af hlátri því að alltaf varð myndin fáránlegri og fáránlegri. Ég vil þakka Ástu Hrafnhildi kærlega fyrir þessa einstaklegu bjánalegu mynd og sérstaklega Fjölni fyrir frábæra (*hóst*) leikræna tilburði. Gæti árið byrjað betur! :)

Ef ykkur leiðist þá langar mig að benda ykkur á þessa síðu. Mjög skondin maður með mjög mikið af skondum hlutum sem hægt er að dunda sér við í langan tíma.


0 ummæli: