Áramótaheiti
Ég er búin að ákveða að ég ætla bara að borða melónur, mangó, ferskjur, jarðaber og fleiri góða ávexti það sem eftir er, það er áramótaheitið mitt. Ég var nefnilega að skera niður í ávaxtasalat og a.m.k. helmingurinn fór upp í mig en ekki ofaní skálina. Svo að ég ætla að flytja til Brasilíu á næsta ári með ískápinn minn til að verða ávaxtabóndakona. Ef einhver vill koma með þá er það alveg velkomið.. sá hinn sami verður bara að taka þátt í mínum flugkostnaði og uppihaldskostnaði, ég er nefnilega blönk. En ég get bætt upp fyrir það vegna þess að ég á nokkra vini í Brasilíu og þau voru búin að lofa að ef ég kæmi þá myndu þau fara með mig á svona strendur og á Kjötkveðjuhátíðina í Rio. Þannig að ef einhver hefur áhuga þá er ég bara byrjuð að pakka, þangað til...
Gleðilegt nýtt ár!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli