þriðjudagur, desember 31, 2002

Bloggipása

Amm.. jólin eru góð. Ég er búin að sofa fyrir restina af árinu og leika mér mikið mikið í tölvunni. Einnig gaf hljómsveitin mín út sinn fyrsta disk. Amm.. ég er í hljómsveit og hún heitir Ladan úr Brúnadal. Hana skipa Halli, ég og Halla. Við vorum að gefa út nýjasta diskinn okkar Át amma tÁ á laugardaginn, en þá var einmitt fifties/afmælis/jólapartý hjá Jóhönnu og Árna fyrir leiklistina. Það var voðalega gaman.. og nú er voðalega gaman að við erum byrjuð að æfa leikritið á fullu. Við erum s.s. að sýna Wyrd Sisters (sem heitir á íslensku Örlagasystur) eftir Terry Pratchett. Í dag fórum við í fyrsta skipti inn í Austurbæ (en við sýnum einmitt þar) og þó að þetta hafi verið fyrsta æfingin sem við gengum í gegnum allt leikritið þá er ég strax öll orðin blá og marin. ég veit ekki hvernig en mér tókst að fá Alpana á vinstri sköflunginn, rak löppina í eitthvað og úr því urðu þrjár fínar kúlur! Gaman að þessu.

Ég er á leiðinni í háttinn en til þess að bæta upp fyrir bloggleysið þá vil ég mjög gjarnan leyfa ykkur að njóta þessa asnalega stráks sem er á myndinni með Steina. Hausinn á honum (ekki Steina) er eins og hneta!
Góða nótt...

P.S. látið mig bara vita ef að þið viljið panta diskinn át amma tá með Lödunni úr Brúnadal

0 ummæli: