Þögn er betra en innantómt bull, ekki satt? Undanfarnar vikur hef ég byrjað á frásögn frá París, sögum úr sveitinni, hugrenningum um kreppuna og öðru álíka merkilegu. Ekkert var þó að gera sig og liggja öll bloggin ókláruð í viðjum internetsins. Ég hef einnig ákveðið með sjálfri mér að þetta blogg skal vera kreppulaust, nema um sé að ræða kreppu eins og í crêpe eins og í París. Það er því á þessum síðustu og verstu um fátt að velja..
Í haust hef ég verið í smá persónulegu side-prójekti sem krefst þess að ég á að læra. Það átti ég t.d. að gera síðustu daga. En, eins og öllum góðum námsmönnum sæmir, gerði ég að sjálfsögðu allt annað en það að læra. Í staðinn gerði ég smá vídjó. Það er víst í tísku að vlogga eins og mér skilst að það sé kallað.
0 ummæli:
Skrifa ummæli