miðvikudagur, desember 17, 2008

Í fréttunum í dag var skýrt frá því að danski fjársvikamaðurinn Stein Bagger hefði gefið sig fram. Bagger var víst forstjóri tölvufyrirtækis á sínum tíma, áður en hann hóf feril sem fjársvikamaður. Mér fannst svo skemmtilegt að hann væri titlaður sem fjársvikamaður, svona rétt eins og það væri atvinnutitill. Ég sá svo marga grínmöguleika í símaskránni fyrir mér.

Ragnheiður Sturludóttir, svikari
Ragnheiður Sturludóttir, ruplari
Ragnheiður Sturludóttir, lygamörður

Annars er það helst að frétta að húsmóðir á Leifsgötu er að missa sig í jólunum. Búin að skreyta, búin að þrífa, búin að búa til jólkonfekt, er að klára að búa til jólagjafirnar, búin að græja jólaglöggspartý, mjög spennt fyrir fyrrnefndu jólaglöggspartýi, svakalega sátt við snjóinn og almennt til í að ræða smákökur og kakógerð á hvaða tíma sólahrings.

P.S. Listarnir Topp 10 sætustu og ljótustu vinir Ragnheiðar bíða til örlítið ókristilegri tíma

0 ummæli: