fimmtudagur, október 16, 2008

Tveir mikilvægir hlutir

1. Það eru mjög góðar og gildar ástæður fyrir því að fólk yngra en 18 á ekki að vera á börum og tónleikahátíðum. Fyrir utan þá augljósu, lögaldurinn, þá kunna sorglega fá ungmenni á þessum aldri að vera í fjölmenni, nema að það sé fatahengisbiðröðin á menntaskólaballi.



2. Ég þrái píanó. Ég á reyndar eitt lítið píanó nú þegar, en það er eiginlega of lítið.. Svo að ef einhver veit um píanó til sölu eða miklu heldur, píanó sem einhver hefur ekki pláss fyrir eða þarf af einhverjum ástæðum að geyma tímabundið, þá er ég tilbúin að taka við því, elska það og virða, strjúka því og hugsa um það sem mitt eigið.

0 ummæli: