Maísól mælir með..
Í sjónvarpsleysinu hér á Leifsgötu (sem ég er afskaplega sátt við) og öllu þessu tali um þessa blessaða kreppu (sem ég er ekki alveg jafn sátt við) þá er ýmislegt á internetinu sem skemmtir mér. Þar ber þó fyrst og fremst að nefna besta vídjóblogg veraldarvefsins þar sem Ólafur Einar módel '89 segir frá lífinu og tilverunni.
Á þessum síðustu og verstu er alveg hægt að taka smá Innlit/Útlit fyrir lítinn pening. Kaupa bara nokkra tússpenna.
Hver þarf svo sjónvarp þegar til eru síður á borð við Videostic, All U C og TV Links?
Bento. Leiktu þér með matinn þinn. Sjóddu egg í laginu eins og kanína eða búðu til mynd fyrir þig og besta vin þinn.
Ef maður vill vera örlítið menningarlegur á meðan maður vafrar um netið þá er hægt að skoða fínar teiknimyndir eða þessi ótrúlegu pappírslistaverk. Svo er líka hægt að skiptast á teikningum. Eða farið í Pictionary.
Ég elska Ze Frank og hef gert í mörg ár. Algjörlega gagnslaus síða en full af gangslausu skemmtiefni.
Ég hlusta mikið á Hype Machine sem er tónlistarbloggdæla. Stundum, fyrir svefninn, hlusta ég á sögur hjá This American Life sem er útvarpsþáttur í Chicago.
Nú svo er er líka bara hægt að eyða endalausum tíma í að dunda sér í StumbleUpon tækjabarnum. Internetið er jú óendanlega stórt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli