fimmtudagur, október 16, 2008

Tveir mikilvægir hlutir

1. Það eru mjög góðar og gildar ástæður fyrir því að fólk yngra en 18 á ekki að vera á börum og tónleikahátíðum. Fyrir utan þá augljósu, lögaldurinn, þá kunna sorglega fá ungmenni á þessum aldri að vera í fjölmenni, nema að það sé fatahengisbiðröðin á menntaskólaballi.



2. Ég þrái píanó. Ég á reyndar eitt lítið píanó nú þegar, en það er eiginlega of lítið.. Svo að ef einhver veit um píanó til sölu eða miklu heldur, píanó sem einhver hefur ekki pláss fyrir eða þarf af einhverjum ástæðum að geyma tímabundið, þá er ég tilbúin að taka við því, elska það og virða, strjúka því og hugsa um það sem mitt eigið.

sunnudagur, október 12, 2008

Maísól mælir með..

Í sjónvarpsleysinu hér á Leifsgötu (sem ég er afskaplega sátt við) og öllu þessu tali um þessa blessaða kreppu (sem ég er ekki alveg jafn sátt við) þá er ýmislegt á internetinu sem skemmtir mér. Þar ber þó fyrst og fremst að nefna besta vídjóblogg veraldarvefsins þar sem Ólafur Einar módel '89 segir frá lífinu og tilverunni.

Á þessum síðustu og verstu er alveg hægt að taka smá Innlit/Útlit fyrir lítinn pening. Kaupa bara nokkra tússpenna.

Hver þarf svo sjónvarp þegar til eru síður á borð við Videostic, All U C og TV Links?

Bento. Leiktu þér með matinn þinn. Sjóddu egg í laginu eins og kanína eða búðu til mynd fyrir þig og besta vin þinn.

Ef maður vill vera örlítið menningarlegur á meðan maður vafrar um netið þá er hægt að skoða fínar teiknimyndir eða þessi ótrúlegu pappírslistaverk. Svo er líka hægt að skiptast á teikningum. Eða farið í Pictionary.

Ég elska Ze Frank og hef gert í mörg ár. Algjörlega gagnslaus síða en full af gangslausu skemmtiefni.

Ég hlusta mikið á Hype Machine sem er tónlistarbloggdæla. Stundum, fyrir svefninn, hlusta ég á sögur hjá This American Life sem er útvarpsþáttur í Chicago.

Nú svo er er líka bara hægt að eyða endalausum tíma í að dunda sér í StumbleUpon tækjabarnum. Internetið er jú óendanlega stórt.

föstudagur, október 03, 2008

Í kreppunni er mögulega gott að baka og taka æfingar á sama tíma.



Þetta er svo furðulegt. Að hvað hugsanlega tilefni hefur þetta vídjó verið búið til? Og er það gert í gríni eða af fullri alvöru?