Má bjóða þér..?
Við Kakó eigum báðar nýjar undurfagrar tölvur með innbyggðri myndavél. Við vorum báðar mjög spenntar yfir því að vera núna með vefmyndavél og fórum að ákváðum að Skype-a. Kakó var á fundi en ég var á kaffihúsi. Internetsambandið var ekkert mjög gott og Kakó þar að auki mjög, mjög, mjög spennt yfir því að vídjó-skypea. Hún var eins og lítið barn á jólunum og brosti eins og sjálf sólin. Ég sat þess vegna ein úti í horni, svolítið eins og fáviti og talaði við tölvuna mína, helst þó tölvuskjáinn því að ég vildi ekki vera að garga yfir allt kaffihúsið.
Ég: "Kakó? Kakó? Kakó! Halló? Kakó?.. Kak.. K.. Kakó? Hæ.. Kakó? Kakó? Kakó! Halló! Kakó! Æ, Kakó?"
Eftir nokkrar mínútur kom afgreiðsludaman til mín með kaffið mitt en spurði frekar hikandi: "Fyrirgefðu, viltu s.s. frekar kakó?"
Það hlaut vissulega að koma að þessu fyrr eða síðar.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli