Ég þurfti að hringja í tölvuþjónustu í vinnunni um daginn. Í miðju samtali segir maðurinn "Má ég nokkuð biðja þig um að bíða andartak?" sem var ekkert mál. Svo var sett á biðtónlist sem í þessu tilfelli reyndist vera lag með Brunaliðinu:
Ég er að bíða eftir þér.
Alltaf að bíða eftir þér.
Ég bið þú komir til mín fljótt,
yfir hafið og heim!
Mér fannst það svo fáránlega fyndið að ég átti erfitt með að tala við mannin þegar hann kom til baka.
Það var líka mjög fyndið að vakna upp við færeyska sjávarútvegsráðherrann syngja Bubba á færeysku í morgun. Skemmtilegt samt. Ég væri til í svona íslenskt ráðherra grín.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli