Jæja. Þá hef ég endanlega sagt skilið við Jesú og fært mig yfir í eitthvað kvennlegra og eldra í yfirlitum enda meira viðeigandi sökum þess að sjálf eldist ég á ljóshraða. Það er líka e.t.v. betra að ég sé ekki að flagga grínskoðunum mínum um sjálfan mannssonin á veraldarvefnum (ah, þarna gerði ég það aftur).
Annars er það helst í fréttum að ég var lasin heima í dag, sem var ekkert nema frábært, því að rúmið mitt fór í viðgerð og er núna hreinasta paradís. Ég hugsa að ég fari aldrei aftur framúr nema þá í ýtrustu neyð eins og t.d. ef ég þarf að skipta um nærbuxur. Í dag er ég því búin að lesa Frú Bovary, hlusta á Rás 2, fá mér kaffi, skoða dágóðan hluta af internetinu, teikna og opna útidyrahurðina fyrir pabba mínum. Allt var þetta framkvæmt í dámsamlega rúminu mínu fyrir utan það að opna hurðina og búa til kaffið, kaffi drakk ég þó uppí (ég verð einhhvern vegin að finna út hvernig ég get framkvæmt svona hluti án þess að fara framúr). Og að lokum vil ég tilkynna að ég elska Baggalút
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli