Mamma er í útlöndum og ég er að kenna börnunum hennar í staðinn. Tímarnir mínir eru einhvern vegin svona:
Í náttúrufræði
Ragnheiður: ".. og þess vegna eru 17 rafeindir á ysta rafeindahvelinu"
Barn: "Afhverju?"
Ragnheiður: "Uuu.. hérna. Af því bara..?"
Ragnheiður: ".. og þeir heita þá jarðalkalímálmar. Eða nei. Eða jú. Nei djók. Jú bíddu. Já. Það er rétt. Eða.. jú. Það er rétt. Held ég."
Í kristnifræði
Í tilefni páskanna erum við að horfa á Jesus Christ Superstar
Barn: "Hver er þetta?"
Ragnheiður: "Já, hérna... Þetta er hann þarna.. vondi kallinn."
Töff. Annars var páskahelgin stórkostleg. Meira af henni og atvinnugleðimennsku seinna. Fyrst þarf ég að vera kennari.
0 ummæli:
Skrifa ummæli