þriðjudagur, maí 01, 2007

I am a very stylish girl

Internetið í slottinu hefur nú endanlega yfirgefið okkur. Það er s.s. bara ágætt. Í staðinn skipulegg ég tímann minn á internetinu mjög vel og farin að nota gömlu aðferðina mun meira, þ.e.a.s. þetta þarna með blað og penna. Þetta blogg skrifaði ég t.d. á póstkort í vinnunni um daginn. Ég veit, penni eða takki, það skiptir höfuðmáli.

Mér er svo hjartanlega mikið í mun að vera fabulous. Ég þarf ekki að vera kúl né töff, ég vil bara vera fabulous (og ef ég var töff eða kúl fyrir þá missti ég það alveg núna með því að blogga um það). Það er eiginlega orðið pínulítið sorglegt. Stundum hugsa ég að ég sé eins og unglingarnir í Danmörku sem eru öll í Cheap Monday gulrótarbuxum, Wood Wood peysum, með palestínuklút, ógreitt hár, risagleraugu og ofsalega melankólískt eitthvað. Nema ég er bara svona eins og ljósrituð útgáfa af einhverri gamallri kvikmyndastjörnu. Ég vona samt ekki.

Til að vera fabulous þá eru nokkrir hlutir sem mér finnst alveg nauðsynlegt að eiga. Það er t.d. ekki hægt að vera fabulous nema að maður geti labbað á fallegum háum hælum. Ég get það og á nóg af þeim. Maður verður að eiga og nota rauðan varalit (tjékk), rautt naglalakk (tjékk), rauðan kinnalit (tjékk) og ýmsa rauða fylgihluti (tjékk) af því að rauður er svo fabulous. Maður þarf að eiga eitthvað frá Chanel (tjékk). Svo þarf maður að eiga marga kjóla (tjékk), hálsklúta (tjékk) og perlueyrnalokka (tjékk). Það er ýmislegt annað sem ég á sem er fabulous og ég ætla ekki að telja upp hér. Það sem ég ætla hins vegar að telja upp er það sem ég á ekki og finnst ég alveg nauðsynlega þurfa að eignast. Og ég minni ykkur á að bráðum á ég afmæli. Fabulous afmæli.

- Mig vantar hinn fullkomna little black dress



- Ég þarf mjög nauðsynlega að eignast ilmvatnsflösku með svona pústdúski.



- Rauðir leðurhanskar



- Svart, lítið lakkveski
- Eitt stykki gamlan, fallegan bíl



- Kærasta með stíl, helst Gene Kelly uppá sitt besta



Fabulous! Fabulous! Fabulous!

0 ummæli: