mánudagur, maí 28, 2007

Örlítið af afmæli, trúðum, Steinþóri og Kakó

Að eiga afmæli á trúðafestivali er mjög góð hugmynd. Þá er spilað fyrir mann á pínulitla munnhörpu, manni er komið á óvart með kampavínspartýi á kirkjutröppum, manni er gefin lítill falleg harmónikka, kysstur í bak og fyrir og hygger sig. Og að vera á trúðafesitvali er mjög áhugavert. Gömlu trúðarnir eru kannski búnir að vinna sem trúðar í 26 ár og eru kempur. Og allir eru í risastórum skóm og með hatt með blómi.

Elskulegur Steinþór hefur nú heiðrað Þremenningasambandið með nærveru sinni. Hann neitar að tala dönsku og talar íslensku við alla. Sem er skemmtilegt því allir skilja hann. Svo subbum við saman í bjór í boði mömmu hans (skál fyrir því) og erum fabjúlöss. Ahh, ég elska Steinþór.

Kakó á afmæli á föstudaginn. Elsku barnið. Þá er líka trúðasýning hjá okkur. Og Gus Gus tónleikar. Æ já. Dejligt þetta líf.

mánudagur, maí 21, 2007

Slitrur

Björg er farin, ég sakna hennar. Árni er farinn, ég sakna hans. Eurovision er búið. Sátt með Eurovision. Ríkistjórnin er fallin og það er gott. Sumarið er komið. Ég er að fara á trúðafestival á morgun með gömlum kemputrúðum sem reykja sígarettur á meðan þeir mála sig. Og drekka bjór. Og öðrum sem reykja ekki sígarettur. Né drekka bjór. Svo kemur Steinþór og þá verður gaman. Svo verðum við með trúðasýningu og förum á GusGus tónleika. Hallelúja!

Á föstudaginn á ég afmæli. Þá verð ég 24 ára. Er ekki einhver búin að tala við drottinguna og skipuleggja gill með henni fyrir mig? Ég er búin að fá undurfagra uppþvottagrind og kaffibolla í afæmlisgjöf. Ég er orðin fullorðin. Ég fékk líka suprise-kökuboð í gær. Með brjóstaköku. Ég elska Lólu og Kakó út fyrir endamörk alheimsins! Tvær fallegustu konur heims. Hallelúja!

Kossar og knús og allt það!

laugardagur, maí 12, 2007

Elskuleg Björg er í heimsókn stopp það er fabulous stopp í kvöld erum við að fara í homma-eurovisionpartý stopp er til betri blanda? stopp það er þönder stopp á morgun verður það brunch, þynnka og afslappelsi stopp það er gott stopp

þriðjudagur, maí 01, 2007

I am a very stylish girl

Internetið í slottinu hefur nú endanlega yfirgefið okkur. Það er s.s. bara ágætt. Í staðinn skipulegg ég tímann minn á internetinu mjög vel og farin að nota gömlu aðferðina mun meira, þ.e.a.s. þetta þarna með blað og penna. Þetta blogg skrifaði ég t.d. á póstkort í vinnunni um daginn. Ég veit, penni eða takki, það skiptir höfuðmáli.

Mér er svo hjartanlega mikið í mun að vera fabulous. Ég þarf ekki að vera kúl né töff, ég vil bara vera fabulous (og ef ég var töff eða kúl fyrir þá missti ég það alveg núna með því að blogga um það). Það er eiginlega orðið pínulítið sorglegt. Stundum hugsa ég að ég sé eins og unglingarnir í Danmörku sem eru öll í Cheap Monday gulrótarbuxum, Wood Wood peysum, með palestínuklút, ógreitt hár, risagleraugu og ofsalega melankólískt eitthvað. Nema ég er bara svona eins og ljósrituð útgáfa af einhverri gamallri kvikmyndastjörnu. Ég vona samt ekki.

Til að vera fabulous þá eru nokkrir hlutir sem mér finnst alveg nauðsynlegt að eiga. Það er t.d. ekki hægt að vera fabulous nema að maður geti labbað á fallegum háum hælum. Ég get það og á nóg af þeim. Maður verður að eiga og nota rauðan varalit (tjékk), rautt naglalakk (tjékk), rauðan kinnalit (tjékk) og ýmsa rauða fylgihluti (tjékk) af því að rauður er svo fabulous. Maður þarf að eiga eitthvað frá Chanel (tjékk). Svo þarf maður að eiga marga kjóla (tjékk), hálsklúta (tjékk) og perlueyrnalokka (tjékk). Það er ýmislegt annað sem ég á sem er fabulous og ég ætla ekki að telja upp hér. Það sem ég ætla hins vegar að telja upp er það sem ég á ekki og finnst ég alveg nauðsynlega þurfa að eignast. Og ég minni ykkur á að bráðum á ég afmæli. Fabulous afmæli.

- Mig vantar hinn fullkomna little black dress



- Ég þarf mjög nauðsynlega að eignast ilmvatnsflösku með svona pústdúski.



- Rauðir leðurhanskar



- Svart, lítið lakkveski
- Eitt stykki gamlan, fallegan bíl



- Kærasta með stíl, helst Gene Kelly uppá sitt besta



Fabulous! Fabulous! Fabulous!