fimmtudagur, júlí 13, 2006

Mig dreymdi Gilzenegger um daginn. Ég veit ekki alveg hvað mér finnst um það. Í draumnum elti hann mig upp rúllustigann í Smáralindinni og spurði mig hvernig mér liði að vera svona "móðurlega vaxinn" eins og hann orðaði það. Svo gaf hann mér nafnspjaldið sitt og rosalega mikið af próteindufti sem að ég gat ekki borið. Þá sagði hann að það væru augljós merki þess að ég væri aumingi. Ef að þetta er undirmeðvitundin í mér að tala, þá er hún fucking rugluð.

Þann 16. ágúst flyt ég til Kaupmannahafnar. Ef ég gæti þá myndi ég flytja í dag.

þriðjudagur, júlí 04, 2006

Í tilefni að Þjóðhátíðardegi Bandaríkjamanna



Ég gleymdi alltaf að segja ykkur frá því, sem ekki vissuð, að ég er nú opinberlega orðinn Seltirningur, þ.e.a.s. alvöru Seltirningur. Stóð í mesta eitís húsi Íslands á 17. júní og flutti "Ísland" eftir Kristján frá Djúpalæk af miklum þokka. Nú verð ég ávallt fjallkona. Mér finnst það frekar töff.

Fjallkonan, hún tyllir sér á stein
fær sér smók og hvílir lúin bein
alein..

sunnudagur, júlí 02, 2006

Eg trui ekki að þetta hafi gerst. Eg sem hlo að litla straknum a efri hæðinni þegar hann sagði fullur öryggis að Frakkland væri að fara að taka þetta.

Eins og gærdagurinn var storkostlegur þa er dagurinn i dag alveg glataður. Eg þarf væntanlega að eta ansi marga hatta fyrir að hafa verið alltof kokhraust, sem og finna mer nytt lið til þess að halda með. Eg for i alvöru að skæla sma. Palmi Gunn og Brasilia virðast vera þau einu sem eru fær um að græta mig.

Saudade de vc Brasil..