Jibbí jibbí jíbbí!
Myndirnar mínar frá Kanada! - hér
Zoot Woman á leið til Íslands! - hér
þriðjudagur, júní 21, 2005
Canada, eh?
Sólgleraugun mín fundust og ég fór til Kanada. Þess ber einnig geta að sólgleraugnadrottning Hamrahlíðarkórsins sagði að mín sólgleraugu væri eiginlega "the mother of all sunglasses". Það er satt. Ég veit það. Unnið er í plús og mínus lista en þangað til skemmti ég lesendum með hinu og þessu úr ferðalaginu.
Við eyddum þónokkrum tíma í einni rútuferðinni í að búa til "Allir voru xx nema xx.." brandara. Hér eru nokkur dæmi.
* Allir voru heilbriðgir nema Birta, hún var ekki með neitt milta.
* Allir áttu foreldra nema Urður, hún var útburður.
* Allir voru með hár nema Halla, hún var með skalla.
* Allir sváfu með sæng nema Ragnheiður, hún svaf með rafmagnsábreiður.
* Allir fóru úr fötunum nema Kári, hann fór út hári
* Allir voru edrú nema Benni, hann var fullur.
* Allir fóru í keilu nema Björg, hún var heima.
Og enn fremur nokkrir punktar af málfarsvillum Íslendinga í útlöndum og Vestur-Íslendinga í Gimli
Rektor: ".. and it has been frábært to be here with the choir.."
Tyrfingur: "... and then rain fell on your soilders and babtized you Iceland"
Átti að vera shoulders
W-Icelander: ".. og þeir sem ætla að koma við mig í bílnum.."
Átti að vera "koma með mér"
W-Icelander: "Veistu fyrir hvað þessu tjöld eru notuð?"
Bendir á blá tjöld úti á einhverju engi
Ragnheiður: "Nei í hvað eru þau notuð?"
W-Icelander: "Þetta eru tjöld sem að býflugurnar fara inní til þess að fróa sér"
Ragnheiður: "Til þess að frjóvga sér?"
W-Icelander: "Já einmitt, til þess að fróa sér"
Ragnheiður skelfur við að halda niðri í sér hlátrinum
Sólgleraugun mín fundust og ég fór til Kanada. Þess ber einnig geta að sólgleraugnadrottning Hamrahlíðarkórsins sagði að mín sólgleraugu væri eiginlega "the mother of all sunglasses". Það er satt. Ég veit það. Unnið er í plús og mínus lista en þangað til skemmti ég lesendum með hinu og þessu úr ferðalaginu.
Við eyddum þónokkrum tíma í einni rútuferðinni í að búa til "Allir voru xx nema xx.." brandara. Hér eru nokkur dæmi.
* Allir voru heilbriðgir nema Birta, hún var ekki með neitt milta.
* Allir áttu foreldra nema Urður, hún var útburður.
* Allir voru með hár nema Halla, hún var með skalla.
* Allir sváfu með sæng nema Ragnheiður, hún svaf með rafmagnsábreiður.
* Allir fóru úr fötunum nema Kári, hann fór út hári
* Allir voru edrú nema Benni, hann var fullur.
* Allir fóru í keilu nema Björg, hún var heima.
Og enn fremur nokkrir punktar af málfarsvillum Íslendinga í útlöndum og Vestur-Íslendinga í Gimli
Rektor: ".. and it has been frábært to be here with the choir.."
Tyrfingur: "... and then rain fell on your soilders and babtized you Iceland"
Átti að vera shoulders
W-Icelander: ".. og þeir sem ætla að koma við mig í bílnum.."
Átti að vera "koma með mér"
W-Icelander: "Veistu fyrir hvað þessu tjöld eru notuð?"
Bendir á blá tjöld úti á einhverju engi
Ragnheiður: "Nei í hvað eru þau notuð?"
W-Icelander: "Þetta eru tjöld sem að býflugurnar fara inní til þess að fróa sér"
Ragnheiður: "Til þess að frjóvga sér?"
W-Icelander: "Já einmitt, til þess að fróa sér"
Ragnheiður skelfur við að halda niðri í sér hlátrinum
mánudagur, júní 06, 2005
fimmtudagur, júní 02, 2005
Tuttuguogtveggja ára.. breytingarskeiðið?
Merkilegir hlutir gerast nú í lífi litlu stúlkunnar á Valhúsabrautinni. Í fyrsta lagi hef ég foreldra mína sterklega grunaða um að reyna að afneita mér. Örfáum dögum eftir að ég snéri heim, ákváðu þau að það væri tímabært að heimsækja Ítalíu enn á ný til að príla þar upp á hóla og hæðir. Það er svo sem allt gott og blessað, en mér skilst að þau séu að fara að leigja sér einhvern tjaldvagn sem þau ætla að dvelja í bróðurpart sumarsins. Ég er því bara foreldralaus. Nei, það er lygi. Björg hefur gengið mér í móðurstað, að hluta til, "Ragnheiður mín, ertu með húslyklana?" (reyndar ekki furðulegt þar sem ég læsti tvo húslykla inni í íbúðinni, mínir voru í bakpoka sem var staddur á Selfossi og einir væntanlega á Ítalíu, svo að við þurftum að keyra upp í Grafarholt til þess að sækja húslykla... tvisvar... á fjórum dögum) "Ragnheiður mín, ertu búin að taka töflurnar þínar?" "Ragnheiður mín, nú er komin tími til að vakna" "Ragnheiður mín, ekki gleyma að gefa kettinum". Björg er líka á breytingarskeiðinu og fékk sér voðalega flott perm í hárið í dag.
Í öðru lagi er þetta fyrsta sumarið sem ég mun ekki vinna á Lækjarbrekku. Tilfinningarnar eru blendar, en ég er afskaplega sátt við vinnuna mína í sumar.
Og, í þriðja lagi og algerlega mikilvægast af öllum breytingum, þá steig ég stórt skref sem stelpa/kona/kvennkynsmannvera. Það er furðulegt, en á einhvern hátt fannst mér þetta stríða gegn einhverjum lífsreglum hjá mér. Það tók mig tvo mánuði að ákveða þetta með vissu, eftir a.m.k. 10 - 12 ára umræður um þetta. Mér finnst það satt sem Sigríður Ása sagði: "Þetta er stórt skref í lífi konu"
Í dag fékk ég mér göt í eyrun
Merkilegir hlutir gerast nú í lífi litlu stúlkunnar á Valhúsabrautinni. Í fyrsta lagi hef ég foreldra mína sterklega grunaða um að reyna að afneita mér. Örfáum dögum eftir að ég snéri heim, ákváðu þau að það væri tímabært að heimsækja Ítalíu enn á ný til að príla þar upp á hóla og hæðir. Það er svo sem allt gott og blessað, en mér skilst að þau séu að fara að leigja sér einhvern tjaldvagn sem þau ætla að dvelja í bróðurpart sumarsins. Ég er því bara foreldralaus. Nei, það er lygi. Björg hefur gengið mér í móðurstað, að hluta til, "Ragnheiður mín, ertu með húslyklana?" (reyndar ekki furðulegt þar sem ég læsti tvo húslykla inni í íbúðinni, mínir voru í bakpoka sem var staddur á Selfossi og einir væntanlega á Ítalíu, svo að við þurftum að keyra upp í Grafarholt til þess að sækja húslykla... tvisvar... á fjórum dögum) "Ragnheiður mín, ertu búin að taka töflurnar þínar?" "Ragnheiður mín, nú er komin tími til að vakna" "Ragnheiður mín, ekki gleyma að gefa kettinum". Björg er líka á breytingarskeiðinu og fékk sér voðalega flott perm í hárið í dag.
Í öðru lagi er þetta fyrsta sumarið sem ég mun ekki vinna á Lækjarbrekku. Tilfinningarnar eru blendar, en ég er afskaplega sátt við vinnuna mína í sumar.
Og, í þriðja lagi og algerlega mikilvægast af öllum breytingum, þá steig ég stórt skref sem stelpa/kona/kvennkynsmannvera. Það er furðulegt, en á einhvern hátt fannst mér þetta stríða gegn einhverjum lífsreglum hjá mér. Það tók mig tvo mánuði að ákveða þetta með vissu, eftir a.m.k. 10 - 12 ára umræður um þetta. Mér finnst það satt sem Sigríður Ása sagði: "Þetta er stórt skref í lífi konu"
Í dag fékk ég mér göt í eyrun
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)