þriðjudagur, júní 21, 2005

Canada, eh?

Sólgleraugun mín fundust og ég fór til Kanada. Þess ber einnig geta að sólgleraugnadrottning Hamrahlíðarkórsins sagði að mín sólgleraugu væri eiginlega "the mother of all sunglasses". Það er satt. Ég veit það. Unnið er í plús og mínus lista en þangað til skemmti ég lesendum með hinu og þessu úr ferðalaginu.

Við eyddum þónokkrum tíma í einni rútuferðinni í að búa til "Allir voru xx nema xx.." brandara. Hér eru nokkur dæmi.

* Allir voru heilbriðgir nema Birta, hún var ekki með neitt milta.
* Allir áttu foreldra nema Urður, hún var útburður.
* Allir voru með hár nema Halla, hún var með skalla.
* Allir sváfu með sæng nema Ragnheiður, hún svaf með rafmagnsábreiður.
* Allir fóru úr fötunum nema Kári, hann fór út hári
* Allir voru edrú nema Benni, hann var fullur.
* Allir fóru í keilu nema Björg, hún var heima.

Og enn fremur nokkrir punktar af málfarsvillum Íslendinga í útlöndum og Vestur-Íslendinga í Gimli

Rektor: ".. and it has been frábært to be here with the choir.."

Tyrfingur: "... and then rain fell on your soilders and babtized you Iceland"
Átti að vera shoulders

W-Icelander: ".. og þeir sem ætla að koma við mig í bílnum.."
Átti að vera "koma með mér"

W-Icelander: "Veistu fyrir hvað þessu tjöld eru notuð?"
Bendir á blá tjöld úti á einhverju engi
Ragnheiður: "Nei í hvað eru þau notuð?"
W-Icelander: "Þetta eru tjöld sem að býflugurnar fara inní til þess að fróa sér"
Ragnheiður: "Til þess að frjóvga sér?"
W-Icelander: "Já einmitt, til þess að fróa sér"
Ragnheiður skelfur við að halda niðri í sér hlátrinum

0 ummæli: