sunnudagur, janúar 02, 2005

Formlegar heillaóskir

Ég óska lesendum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þakka stundirnar á árinu sem eru að líða.

Viðbjóðspælingin um litlu horstelpuna

Ég er að deyja úr kvefi. Ég snýti mér að meðaltali 15 sinnum á klukkutíma og þarf alltaf að snýta mér þegar ég er nýbúin að snýta mér. Ég nefndi þetta við Karól áðan þar sem við sátum í heita pottinum og hugguð okkur. Og hún sagði að ég væri lítil horstelpa. Þá fórum við að spá, hvað ef ég væri nú full af hori að innan. Svo myndi ég kannski snýta mér og þá myndi lappirnar á mér fara að hverfa. Og ég myndi snýta mér svo ótrúlega mikið að á endanum væri ég búin að snýta mér út um nefið á mér og væri bara skinnpjatla af líkama á röngunni. Ég gæti t.d. ekki farið í heitan pott því að ég myndi bara leysast upp að innan og fljóta um. Það væri frekar nasty dæmi. Þá er viðbjóðspælingunni lokið. Hverjum fannst hún viðbjóðsleg?

Plús og mínus listi yfir árið 2004 er í bígerð.

0 ummæli: