mánudagur, október 11, 2004

Hvað ertu að gera?

Ég er óskaplega þreytt á að svara þessari spurningu. Búin að svara henni í eitt og hálft ár. Ég spyr samt að þessu æði oft. Of oft kannski.

Ég er að vinna á Lækjarbrekku á kvöldin og er í næturvinnu á þremur skemmtistöðum (telst þó sem ein vinna). Auk þess er ég að taka myndir fyrir blað sem heitir Vera. Svo er ég að leita mér að dagvinnu. Eftir jól (e.t.v. í kringum 26. - 28. desember) þá ætla ég að fara til Brasilíu. Þar ætla ég að vera eins lengi og peningurinn minn leyfir. Í Brasilíu ætla ég að leika mér. Ég ætla að fara á ljósmyndaworkshop, læra að sörfa og dansa samba, skoða Amazonskóginn og hvítar strendur, læra Capoiera, taka fullt af myndum og fleira skemmtilegt. Ég er einnig búin að lofa að hitta vinkonu mína sem er í Guatemala og kannski fer ég líka og heimsæki Höllu. Þegar ég kem heim frá Brasilíu (ef ég kem einhvertíman heim) þá ætla ég kannski í ljósmyndaskóla í útlöndum.

Bara svona til þess að hafa hlutina á hreinu

0 ummæli: