mánudagur, október 11, 2004

Ég mun aldrei...

Það eru nokkrir hlutir í lífinu sem ég hef heitið að gera aldrei. Sumir eru reyndar of persónulegir til þess að ég fari að telja þá upp hér. Og aðrir hlutir eru þannig úr garði gerðir að ég þarf ekki að heita einu né neinu því að ég veit að ég mun aldrei gera þá. Ég þarf t.d. ekki að heita því að fara ekki í efnafræði í Háskólanum eða pissa ekki á Monu Lísu. Einfalega vegna þess að það er svo ólíklegt að það gerist (þó að maður eigi víst að segja að maður viti aldrei hvað framtíðin beri í skauti sér).

En ég er nokkuð viss um að ég muni aldrei fá mér hund. Ég hef ekkert á móti hundum þannig lagað, en mig langar bara ekki í hund. Að sama skapi er ég viss um að ég fái mér aldrei könguló, slöngu, kakkalakka eða önnur ógeðfelld skriðdýr (ekki að sú lýsing eigi einig við um hundinn).

En það er eitt sem ég er handviss um. Ég mun aldrei fjárfesta í PC tölvu eða öðrum tölvum með Windowsstýrikerfi. Og það er eins og með hundana. Ég hef ekkert á móti öðrum tölvum, en mig langar bara ekki í þær (og að sama skapi langar mig ekki að heyra komment um gæði PC fram yfir Makkann. Mér er eiginlega orðið alveg skítsama). Auk þess finnast mér Apple tölvurnar svo fallegar. Sem og aðrir Apple hlutir, eins og iPodinn minn.

Þetta blogg er í boði samtals okkar Tobba í bílnum áðan. Á morgun; blogg í boði samtals okkar Hrafnhildar og Mörtu á klósettinu í MH áðan

0 ummæli: