Ef að ég réði öllu...
Ojú.. þetta var og er fastur liður hér á síðunni. E.t.v. ekki regulegur en fastur liður engu að síður. Og nú verður hann fluttur með örlitlu pólitísku ívafi.
- Ef að ég réði öllu þá myndi ég láta byggja stórt og fallegt tónlistarhús í Reykjavík. Það yrði svo stórt og fallegt að óperuhúsið í Sydney yrði ekki lengur merkilegt. Og hvernig ætla ég svo að hafa efni á þessu, gætir þú, ágæti lesandi verið að spyrja þig. Jú, ég ætla bara ekki að byggja fleiri íþróttahallir né gervigrasvelli í bili. Ekki það að ég vanmeti íþróttir, síður en svo, mikilvægt fyrir heilsuna. En mér finnst bara ósanngjarnt að íþróttafólk eigi a.m.k. 40 íþróttahús en tónlistarfólk einungis eitt tónlistarhús í Kópavogi (húrra fyrir Kópavogi).
- Ef að ég réði öllu þá myndi ég stytta grunnskólanám. Ég hef örsjaldan heyrt fólk kvarta undan því að því leiðist menntalega séð í menntaskóla. Hins vegar kvartar þriðja hver manneskja sem ég þekki undan því að hafa leiðst í grunnskóla.
- Ef að ég réði öllu þá myndi ég lækka virðisaukaskatt á íslenskri tónlist líkt og gert hefur verið við íslenskar bókmenntir.
- Ef að ég réði öllu þá myndi ég búa til plan til þess að útrýma öllru hungri og fátækt í þriðja heiminum. Já já, ég veit, feugðrardrottingarloforðið. En plan mitt yrði svo stórkoslegt að það myndi virka og þriðji heimurinn myndi að lokum hætta að framleiða föt sem eru seld í "fyrsta heiminum" fyrir andvirði margra vikna launa í "þriðja heiminum". Þriðji heimurinn yrði bara að "fyrsta heimi" líka. Það væri nú aldeilis prýðilegt!
- Ef að ég réði öllu þá myndi ég fara og sparka í sköflunginn á George W. Bush áður en ég sparkaði honum úr stóli. Þar að auki myndi ég skipta Bandaríkjunum niður í lönd, hver sýsla yrði land, með eigin forseta o.s.frv. Þar eru reyndar nokkrir íslenskir stjórnmálamenn sem að ég myndi líka sparka í sköfluginn á sem og sparka úr stóli, en þeir verða ónafngreindir hér.
Ef að ég réði öllu þá myndi ég flytja til Brasilíu og lifa á ljósmyndun.
Takk fyrir og bless.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli