Mig langar rosalega til þess að vera í hljómsveit. Helst rokkhljómsveit. Mig langar líka til þess að vera í svona 3-5 manna píkupopphljómsveit sem dansar samhæfða dansa í næstum því eins fötum (ég og Steini ræddum einu sinni um stofnun slíkrar hljómsveitar en ekkert varð af því). Svo langar mig líka að syngja í bigbandi og djazz með lítilli hljómsveit. Og mig langar að vera í svona 12 radda acapella raddsveit sem flytur allskonar hittara. En mest samt í rokkhjómsveit.
Ef ég réði öllu...
... þá væri ég í rokkhljómsveit, bigbandi, lítilri djazzsveit, stórri acapella sveit og píkupoppshljómsveit.
Og svo langar mig að starta nýjum lið. Mér finnst fastir liðir mjög skemmtilegir, hef t.d mjög gaman að beygingarmynd dagsins hjá Unu sem og fávísa útlendingnum hjá Steinari. Þegar mér finnst tilefni til þá ætla ég að útnefna Snillinga. Hefst nú útnefning.
Snillingur eitt
Nafna mín Gröndal. Ég var að kaupa diskinn hennar og hún er bara alger snillingur. Ég fer næstum því að gráta af hrifningu í hvert skipti sem ég hlusta. Þetta er bara eitthvað óeðlilegt.
Snillingur tvö
Jakob sem er einlægasti strákur í heimi. Ég hugsa stundum í alvöru að hann sé með of stórt hjarta. Ef ég mætti ráða myndi ég minnka hann og geyma hann í vasanum mínum og ef ég væri leið þá myndi ég taka hann upp og þá færi ég að brosa.
(Snillingar er bara vinnuheiti þar til að ég finn endanlegt nafn á þennan lið)
Góða nótt
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli