laugardagur, desember 20, 2003

Í gær fékk ég formlega hvíta húfu á hausinn. Vei! Lalli rektor sagði "Til hamingju Ragnheiður mín" og það vakti mikla lukku. Og Jón Hannesson var of seinn til þess að vera almennilegur maður. Það var fyndið.

Annars er lífið bara dásamlegt. Allir eru góðir og ég á iPod. Hann er svo fallegur að ég gæti grátið. Og bestir í heimi eru Andrarnir tveir og Steini. Fallega fallega líf eins og Skördí segir.

0 ummæli: