miðvikudagur, desember 24, 2003

Af jólahlaðborðum

Þau eru búin í bili. Og skötuhlaðborðin líka. Og skata er ógeðsleg eins og áður hefur komið fram. Hápunktar vinnudagsins voru þrír. Eitthvað verður að lífga upp á tilveruna.

a) Litla barnið (rúmlega eins árs) í Burberry snjógallanum. Ég hélt að ég yrði ekki eldri.

b) Litlu strákarnir sem ætluðu að vera kúl og kaupa sér bjór. Ég bað um skilríki og annar þeirra dró upp debetkort frá bekkarfélaga mínum til sjö ára. Mér leið allt í einu eins og dyraverði.

c) "Mamma, var þessi búð til eftir að ég var lifandi"
"Þú ert lifandi núna ætla ég að vona"
"En mamma, er Istanbúl ekki á Ítalíu?"
"Nei, fyrir hvað fékkst þú eiginlega 9 í landafræði?"

Jólagjafirnar bíða eftir að komast í pappír. Jólakveðjan kemur á morgun. Góða nótt

0 ummæli: