þriðjudagur, október 28, 2003

Af ýmsu

Ég var að koma heim eftir tólf tíma í myrkrakompunni. Þar af eyddi ég þremur tímum með Þjóðverja sem býr hér á landi og leigir aðstöðuna í skólanum. Við ræddum allt milli himins og jarðar; iPod-inn hans, ljósmyndaverslanir í Reykjavík, verðlagningu, vatnið á Íslandi, ferðalög um heiminn, auglýsingagerð, mismunandi staðla eftir heimsálfum, hvað fólk gerir til þess að lifa af mánuðinn o.s.frv. Hins vega hef ég ekki grænan grun um hvað maðurinn heitir. Það barst aldrei til tals.

Kötturinn minn er örugglega orðinn þunglyndur. Hann vil éta allan daginn. Fyrir stuttu hélt ég að hann væri með alzheimer en svo virðist ekki vera því að hann vælir alltaf enn aumingjalegra og hærra eftir því sem maður nálgast eldhúsið (má jafnvel líkja þessu við feluleikinn "Heitt og kalt") og róast allur og steinheldur kjafti þegar honum hefur verið gefið að borða.

Já og ég er er að ná því að juggla í stöðugri hreyfingu með þremur boltum. Húrra fyrir því!

0 ummæli: