Hér sit ég og hef ekkert að skrifa um. En það bar til um þessar mundir (eins og Stony myndi segja) að allir fluttust af Ísalandi brott og eftirlifandi konur stofnuðu saumaklúbbinn "Þær sem urðu eftir veturinn 2003-2004" (þó aðeins vinnuheiti) og grétu sáran, sáran. Ég er að skanna inn myndirnar mínar frá Filippseyjum. Afrakstur verður birtur síðar.
Og þar sem ég hef ekkert að skrifa um þá ætla ég að viðra hér pælingu sem fæddist sumarið 1997 í Kongens Köbenhávn. Þá reið mikill prumpuhúmor yfir okkur vinina.
Ef að maður þyrfti að prumpa öllu því lofti á einni til tveimur sekúndum sem meðalmanneskja prumpar yfir ævina, hvort myndi maður þá springa eða fljúga í loft upp? Hvað haldið þið?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli