sunnudagur, september 28, 2003

Fólk og hlutir vikunnar

Drykkur vikunnar: Heimabruggaða vínið frá mömmu og pabba hans Halla, a.k.a. Pjöllmundur
Meistari í að koma mörgum hlutum í litla uppþvottavél: Halla Púki sem sýndi undraverða takta við að raða öllu snyrtilega í vélina. Það sem ég hefði sett í tvær vélar setti Halla í eina, það var ótrúlegt.
Tónlistarmaður vikunnar: Víkingur Heiðar Ólafsson. Þeir sem misstu af lifa í myrkri þar til hann spilar á ný.
Pjöllustaður aldarinnar: Opus7. Sjaldan hef ég hlegið jafn ótrúlega mikið yfir fólki sem hélt að það væri að dansa guðdómlega en var að dansa svo fáranlega að ég bókstaflega hágrét úr hlátri. Mæli virkilega með þessu.
Afmælisbarn mánaðarins: Systir mín kær sem er 25 ára í dag. Ó mér finnst svo stutt síðan hún var 15 ára.
Ljóskulegasta setning vikunnar: Ónefnt meðklof var að ræða veisluhöld. Gunnar og Gunnsteinn báru á góma og spyr þá einhver: "Hvers vegna ætla Gunnar og Gunnsteinn að halda veislu en ekki Gunnsteinn og Friðrik?" Þá svara meðklofið "Æ af því að það er svo stutt á milli afmæla hjá Gunnar og Gunnsteinn". Fyrir þá sem ekki vita þá er vert að taka fram að Friðrik og Gunnsteinn eru tvíburar og ber afmæli þeirra því upp á sama dag.
Framkvæmdir vikunnar: Niðurrif á veggjum og bor í veggi hér á efri hæðinni sem hefur blessunarlega séð til þess að ég hef ekki sofið lengur en til 10.00 í allnokkra daga.

0 ummæli: