fimmtudagur, júní 12, 2003

Áðan, kl. 23.55 nákvæmlega, fæddists drengurinn loksins! Hann var x stór og x langur (fréttirnar um að hann sé fæddur eru svo nýjar að meira gat Andrés greyið ekki sagt). Hér sit ég, nýbökuð móðursystir, amma (lesist fyrir mig, mamma) var að bjóða afa (lesist fyrir mig, pabba) góða nótt. Aumingja systir mín er víst búin að vera að í 24 klukkutíma. Ég hugsa að ég þori ekki að verða ólétt. Ég hugsa líka að ég sofi lítið í nótt því að mig langar svo að sjá þennan þolinmóða dreng, sem mun verða kallaður Þolinmóði drengurinn (í anda Nönnu) þangað til að alvöru nafn festist við hann. Loksins loksins segi ég bara...

Þó að það passi ekki við þá kemst ég ekki hjá því að tala um nýju auglýsingarnar á strætóskýlunum. Mér finnst Verslingar ekkert verri en annað fólk, að sjálfsögðu ekki, alveg rétt eins og mér finnst bakarar ekkert verri en annað fólk. En mér finnst hins vegar auglýsingarnar frá þeim verri en aðrar auglýsingar. Ég myndi líklegast segjast vera í FSU ef að MH myndi auglýsa svona. "Stefndu hærra" með fullt af sætu, mjóu fólki gerir einfaldelga svo lítið úr öðrum skólum. Að sjálfsögðu er Versló besti verslunarskólinn, enda sá eini á landinu, rétt eins og Stýrimannaskólinn er sá besti í sínu fagi. Ég á allavega ekki til orð, mér finnst þetta alveg helvíti hallærislegt.

0 ummæli: