Franska grill- og lokapartý leikfélagsins
Ég hafði lofað að blogga um le parte franscai í gær.. en ég var svo þreytt að ég fór í tveggja tíma fótabað í staðinn (ég á ekki baðkar, bara lítið vaskafat). Ég ætla s.s. að gera partýinu skil í dag.
Ég kom seint því að ég var sveitt við tiltekt á mínu eigin heimili eftir föstudagskvöldið. Þá stóðu Árni og Jakob út á svölum, báðir í aðra tánna (þó serstaklega hinn fiðraði Jakob) að grilla pulsur. Ekki er frá mörgu merkilegu að segja á milli þess sem bjórinn var drukkin og áhrifin fóru að segja til sín, jú Justin Timberlake og Gipsy King fengu að hljóma og nokkrir bjórar duttu niður í garð af svölunum hans Árna (eftir því sem á leið þá bættust fleiri "fallnir" bjórar í hópinn). Þegar flestir voru orðnir nokkuð hífaðir þá skiptumst við Salóme á svæsnum sögum, þeim verður ekki gert skil hér, en það er skemmts frá því að segja að Salóme vann með glæsibrag. Arnar, sem var ansi mikið drukkinn og farðaður, ákvað að grilla sér baunabuff og þá langaði mig að grilla egg. Svo að ég náði í egg og skellti því á grillið. Ekki þótti mér ganga vel svo að ég náði í pönnu og smjör og ákvað svo að hella smá bjór á pönnuna til þess að búa til bjóregg. Þá bættist Jakob í liðið og er ég nokkuð viss um að við höfum komist nálægt því að kveikja í svölunum og sjálfum okkur með því að skvetta u.þ.b. heilum brúsa af grillolíu á kolin, sem loguðu svo dátt, en við vorum einfaldlega eilítið of kennd til þess að taka eftir því. Þegar bjóregg og bjórpuslur voru tilbúnar, átu allir það með bestu lyst, sérstaklega Halli, sem kallaði réttinn Bradybrunch. (Fyrir áhugasama þá er uppskriftin hér að neðan). Við Arnar, Jakob og Salóme fórum í fatapóker, reyndar voru ekki allir sammála því að við hefðum verið í fatapóker, en hvað um það. Arnar var á appelsínugulum nærbuxum og þurfti að pissa (enda var hann búin að drekka mikið og margt um kvöldið) og hljóp fram, ég var eitthvað að væflast frammi í gangi og sá hann standa inni á baði, með galopið inni á bað að pissa. Þegar hann sá mig þá veifaði hann bara, mjög hamingjusamur að kasta vatni. Svo löbbuðum ég og Salómé niður í bæ, ég með túlípana í annar og baguette i hinni, Salómé með hvítvín í annari og blóm í hinni.
Ég laug víst að ykkur í gær, systir mín átti ekkert barn í gær. Í dag er hún hinsvegar farin inn á spítala og mun þetta þolinmóða barn koma á morgun eða hinn. Húrra fyrir því (loksins!)
Bjóregg með pulsum
2-3 egg
2 pulsur
væna klípa af smjöri
rúmlega hálfur bjór
allt girnilegt krydd í skápnum
Byrjið á því að kveikja í grillinu. Setjið eitt heilt egg á grillið og látið bíða á meðan pannan og smjörið eru sótt. Eggið er fjarlægt af grillinu og pönnunni komið fyrir. Smjörið er látið bráðna og þá er bjórnum hellt yfir. Þá er grillvökva svekkt á svo að logarnir standi langt upp í loft. Þegar vökvinn byrjar að krauma er eggið brotið útí. Bíðið þar til eggið er orðið hvítt og hræðið þá í. Þá er einu eða tveimur eggjum bætt í að þau einnig látinn hvítna. Pulsurnar eru rifnar með berum höndum og þeim hennt út í. Þegar allur bjórinn er nánast gufaður upp er hrært duglega í og öllu kryddinu bætt út í. Áður en rétturinn er borinn fram er hann settur í sigti til þess að enginn soðinn bjór sé eftir.
Verði ykkur að góðu!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli