föstudagur, apríl 18, 2003

"Við getum þetta ekki lengur"

Í gærkvöldi var brotið blað í mannkynnsögunni þegar sópranar og altar, sem voru í sameiginlegum gleðskap í Kópavogi ákváðu að veifa hvíta fánanum og semja frið. Eins og flestir vita, hefur stríðsástand staðið yfir í ein 35 ár. Margt hefur gengið á og margar sprengjur fallið bæði frá altahálfu og sópranahálfu. Í gærkvöldi ákváðu stúlkurnar hins vegar að nú skildi þessu ljúki. Haldin var helgi athöfn þar sem brennd voru hin ýmsu líkneski og aðrir munir sem stuðlað hafa að stríðsástandinu. Við náðum tali af ungri stúlku þar sem hún dansaði gleðidans á meðan brennan stóð sem hæst.

Hver var aðdragandinn að þessi stríði?
"Sko í rauninni vitum við það ekki. Okkur var bara sagt þegar við komum í kórinn að við ættum að hata hina kvenkynsröddina og halda uppi skítkasti um hana. Þegar skoðaðar eru dagbækur sórpana og alta frá byrjun þessa tímabils þá getur maður dregið þá ályktun að tvær stelpur hafi verið að rífast yfir bassa. Hann sagði þeim báðum að hann væri hrifinn af þeim þegar hann var í raun hrifinn af tenór allan tímann en var bara að spila með stelpurnar. Það er að sjálfsögðu rugl að við séum enn þá í stríði útaf einhverum strák. Við getum þetta ekki lengur. Í dag er það alveg þekkt staðreynd að tenór og bassi eiga vel saman."
Hvernig líður þér núna?
"Ég er alveg rosalega hamingjusöm. Loksins get ég farið út á götu án þess að þurfa að óttast að einhver ráðist á mig eða að ég verði fyrir aðkasti. Þetta er auðvitað búið að standa alltof lengi. Ég lít núna á allr stelpurnar í kórnum sem eina rödd, eða eins og segir í lagi sem var samið hér í kvöld. "Það er rödd sem er bæði djúp og há og hún heitir rödd kórs Menntaskólanns við Hamrahlíð""

Við hleypum henni aftur í gleðinni þar sem dansað var fram á rauða nótt og óskum stelpunum innilega til hamingju með áfangann.

0 ummæli: