Mánudagur til leti
Í gær fékk ég ekkert páskaegg. Mamma og pabbi skulda mér samt 5 páskaegg því að systir mín fékk þangað til að hún flutti að heiman, þá 23 ára og ég fékk ekkert páskaegg í fyrra vegna þess að ég var í Þýskalandi (ó hvað það var ljúft). Ég hef heitið hinum ýmsu hlutum til þess að gera foreldrum mínum lífið leitt, t.d. að ganga aldrei alveg frá neinu (lyklana ofan á lyklaskápinn, glösin hjá uppþvottavélinni). Pabbi lofaði mér hins vegar í staðinn 10 páskaeggjum fyrstu páskana eftir að ég flytti að heiman. Svo að í gær ákvað ég að leigja sófann hjá systur minni og hennar kalli. Þau eiga líka sódastrímvél.
Í gær upplifði ég unglingsárin eins og flestir á mínum aldri sem horfðu á sjónvarpið. Ég sá Titanic fyrst í níubíói 1. janúar 1998, þá var hún frumsýnd á Íslandi. Ég grét og klappaði í bíó og hét því að flytja til Hollywood og giftast Leo. Já, þegar maður var ungur, saklaus og vitlaus! Í morgun fórum við Skördí svo í sund og rifjuðum upp gömul deit og annað, við ansi mikinn hlátur.
Hér má finna örfáar myndir úr síðasta kórpartýi, aðallega af friðarathöfninni og svo nokkrar af honum Mumma (Björg).
Hér er svo skemmtileg sería af mér.. og engum öðrum. Mér finnst hún fyndin.
Og Atli þú ferð ekkert í efri kassann nema þú bætir mér í kassann þinn! Það var díllinn!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli