laugardagur, apríl 19, 2003

Ég játa

Þessi feluleikur er að fara með mig, hann étur mig lifandi. Ég get ekki þagað yfir þessu lengur. Kæru lesendur, ég ætla að koma út úr skápnum. Nei ekki samkynhneigðaskápnum. Öðrum skáp sem ég veit að margir húka inni í og þora ekki út úr vegna fordóma í samfélaginu. Ég loka mig inni í herbergi og stunda þetta. Ég hef jafnvel lagst svo lágt að nota áfengi sem afsökun til þess að geta stundað þetta. Ef að ég er í gleðskap og fleiri eru í glasi þá játa margir að þeir eru í sömu tilvistarkreppu og ég. Þeir taka jafnvel þátt og draga aðra með sér sem ennþá hafa ekki viðurkennt að þeir þurfa að koma út úr skápnum líka. En ég er sterk og ég mun halda áfram að stunda þetta, sama hvað þið segið. Ég vona að fleiri fylgi fordæmi mínu og viðurkenni þetta fyrir sjálfum sér og öðrum. Þeir geta komið í sjálfshjálparhópinn minn sem hittist á laugardagskvöldum.


Kæru lesendur, já ég viðurkenni og opna skápahurðina með stolti. Ég fíla Justin Timberlake í botn!

0 ummæli: