þriðjudagur, apríl 29, 2003

Helvítis djöfulsins andskotans

Á Íslandi tíðkast ekki að vera kurteis við viðskiptavini. Nei, það er eitthvað sem daninn Korteisis Kortesen gleymdi þegar hann kom hingað til þess að kenna vorri ástkæru þjóð þjónustulund. Í dag þurfti ég að fara í Kringluna, niður í bæ, í Ármúla og aftur niður í bæ í leit að einni konu. Og þeir einu sem voru almennilegir voru hommsurnar sem vinna í Kringlunni. Megi Gaylord blessa þá. Þega ég loksins fann konuna var læst inn á skrifstofuna hennar og maðurinn sem kom til dyra var alveg hreint afskaplega pirraður að þufa að standa upp frá hotmailnum sínum til þess að hleypa mér inn. Stelpa í ónýtum sokkabuxum, með friðaráróður á jakkanum og gamla útivistartösku á hlið! Oh please! Afhverju gat þetta fólk bara ekki skilið að ég var bláfátækur námsmaður sem þráði ekkert meira en að komast inná Kaffitár til þess að kaupa beyglu með rjómaosti og Latte fyrir 700 kr. sem mér hafði tekist að skrapa saman? Afhverju skildi þetta fólk ekki að ég hafði ekkert etið né drukkið allan dagin? Afhverju skildi þetta fólk ekki að risabókin sem ég hélt á var stærfræðibókin mín sem kallaði á mig "Þú ert aumingi, þú lærir aldrei"?
Ég hélt sár og aum á Kaffitár eftir mikla fýluferð. Ég bjóst við því að Hugrún (konan sem að ég leitaði ákaft) myndi faðma mig og kyssa og þakka mér fyrir að ganga í gegnum allt sem ég þurfti að ganga í gegnum (hér sest ég niður og græt sáran, stórum, söltum tárum).
Dagurinn bjargaðist þó. Björg (Mummi), mannstu eftir sæta stráknum á Kaffitár? Hann er kominn aftur. Ég er viss um að hann elskar mig leynilega. Annars hefði hann ekki farið þrjár ferðir til þess að hreinsa borðið mitt.

0 ummæli: