sunnudagur, mars 09, 2003

Raunveruleikinn færist fjær..

Ég er búin að læra eins og ég eigi lífið að leysa síðustu daga. 26 klukkutíma frá fimmtudegi til föstudags og síðan alveg helling í gær og nótt. Og nú liggja 3.993 orð um Grimmsævintýrin og íslensk ævintýri á nokkrum blöðum á eldhúsborðinu. Samt er ég ekki enn sofandi. Ég ákvað frekar að fara að baka amerískar pönnukökur.
Nú er ég ekkert lélegur kokkur, þó engin listakokkur líkt og móðir mín, eins og áður hefur komið fram. En ég er m.a.s. heimsþekkt fyrir lasagnað mitt sem þykir alveg hreint afbragð. Svo mikið afbragð að Barilla hefur uppskriftina mína aftan á pakkanum með lasagnaplötunum!
Jæja nóg um það, ég hefst handa við að búa til amerískt pönnukökudeig. Eitt egg, dass af lyftidufti, dass af salti o.s.frv. (of þreytt til þess að mæla þetta alveg nákvælmega). En ég finn hvergi pönnukökupönnurnar (magnað orð!). Ég trúi því ekki að foreldrar mínir hafi ákveðið að taka pönnurnar með í heimsókn til sýslumannsins á Dalvík, hún hlýtur sjálf að eiga pönnur! Og okkar eru alveg forljótar í þokkabót! Fjandinn hafi það, þá þarf ég bara að taka lélegu pönnuna, það er ekki einu sinni hægt að steikja egg á henni! En ég hefst handa full af bjartsýni. Fyrsta pönnukakan, hún er alltaf ljót.. önnur pönnukakan, hún er líka alltaf ljót... þriðja pönnukakan, bíddu á hún ekki að vera ögn fríðari? Á pönnu er búin að myndast brúnn vökvi sem áður bar nafnið smjör. Sjöunda pönnukakan, ég er byrjuð að blóta þessari bresku Carol McLain sem flutti til Flórída og sendi systur sinni uppskrift að amerískum pönnukökum sem að ég fann svo á netinu. Mér væri alveg nokkuð sama ef að þær væru, ljótar og góðar, fallegar og vondar eða fallegar og góðar. En ljótar og vondar? Svo að ég gefst upp. Í staðinn er hér uppskrift að gómsætum og MJÖG auðveldum rétti (upphaflega frá Sillu en þó breytt lítillega)

Hreint natsjó - tvö til þrjú handfylli sett á disk. Meira ef vill
Niðurskorinn ostur - dreift yfir natsjóið. Má vera í sneiðum eða bara eins og hver vill
Hitað í örbylgju í 40 sekúndur. Étið.

Góða nótt/morgun
Yfirlesturinn er greinilega farin að segja til sín

0 ummæli: