laugardagur, desember 14, 2002

Shhhh
Sigurrós er alveg frábær. Nei eitthvað meira en það, eitthvað sem að ég get ekki útskýrt. Mig langaði ekki að tala þegar ég labbaði út af tónleikunum. Ekki tala, bara vera. Heimspekin alveg í hámarki.

Húsið mitt er að verða voða fínt. Nú er verið að gera allt sem átti að gera þegar við fluttum inn... þegar ég var 3 ára. Ég meina 16 ár er ekkert svo langur tími til að byrja að framkvæma er það nokkuð? Það er s.s. búið að skipta um eldhús, setja nýtt teppi, rífa niður veggi, mála aðra veggi, setja nýjar flísar, brjóta græna klósettið og kaupa hvítt, setja það upp og nú er verið að tala um herbergjaskipti. Þar sem ég er ein eftir í kotinu hjá foreldrunum eru þau að hugsa um að láta mig fá sitt herbergi og nota mitt herbergi til svefns og systur minnar (sem er s.s. farin burt) undir drasl. Ég hugsa bara að ég flytji aldrei að heiman!

0 ummæli: