laugardagur, desember 14, 2002

Ég fór í próf í morgun. Svo fór ég að verðlauna sjálfan mig fyrir að vera búin í prófum, ekki samkvæmt því hvernig mér gekk. Muniði eftir því þegar maður var lítill og fór með 500 kall í kolaportið og keypti allskonar rusl sem að manni fannst flott? Ég gerði það nema bara að mér fannst ruslið ljótt. Þetta er einn af mínum stærstu göllum. Ég vil oft kaupa hluti sem að mér finnt forljótir, bara af því að þeir eru ljótir á einstaklega fyndin hátt. Ég keypti t.d. gleraugu með +1 í styrk. Þau eru mjög blá og mjög stór og mjög ljót. Svo keypti ég líka hatt, hann er reyndar ekki ljótur. Mig langar samt mest í hamborgarapressuna. Það er svona rautt plast sem að maður setur nautahakk í og pressar og þá verður það í laginu eins og hamborgari. Svo var líka hægt að kaupa svona dót einsog var í sjónvarpskringlunni þegar hún byrjaði.. nei ekki rúðuþurrkurnar sem þurrka allt í burtu heldur litlu plast formin sem gera "snittur." Bara setja fullt af brauði og áleggi saman, pressu öllu í plasthólka sem eru mismunandi í laginu og stinga tannstöngli í gegnum. Og þetta tvennt samtals 300 kr. Gæðainnkaup alveg hreint!

Jæja, litla kompuherbergið mitt er að lifna við af ýmsum óhreinindum.. kannski maður létti aðeins á því. Svo bara að vinna á eftir..

0 ummæli: