mánudagur, desember 09, 2002

Nú hef ég mikið verið að spá og spekúlera (og því miður minna gert af því að læra eins og mér ber víst hálfgerð skilda til). Þessir auglýsingabæklingar sem við fáum ókeypis inn um póstlúguna eru boðberar hins illa (dadadadaaammm!). Já eða svoleiðis. Einhver sagði að Hagkaupsblöðin væru hálfgerð klámblöð, hálfnakatar konur og hálfnaktir karlar á brókunum að spóka sig um. Klámfíklar landsins sem hefðu farið í meðferð ættu því ekki annars kosta völ en að snú sér að iðjunni að nýju.
Það sem pirrar mig þó mest eru dótabæklingarnir. Ég er mikið barn í hjarta og þykir með eindæmum gaman að fletta í gegnum dótabæklingana til þess að rifja upp bernskubrekin (þó að ég hafi ekki átt gervihund né dúkku sem voru alveg nákvæmlega eins og lifandi hvolpur og kornabarn). Ef ójafnréttið byrjar einhverstaðar þá er það í dótabælkingunum. Það er að sjálfsögðu þekkt staðreynd að jafnréttissinnar landsins (þar með talin ég) eru alls ekki sammála stöðluðum leikföngum, stelpur strauja og strákar byggja. Í dótabæklingnum sem datt inn um lúguna í dag voru strákaleikföng á síðu með bláum bakgrunni og stelpuleikföng á síðu með bleikum bakgrunni. Stelpurnar léku sér í Barbie bílnum sem er dýrasnyrtistofa um leið (svoleiðis er ekki einu sinni til a.m.k. hér á landi!), straujuðu í plasteldhúsinu þar sem þvottavél og eldavél voru aðaltækin og léku sér með dúkku sem er eins og alvörubarn, kúkar, ropar og þarf svefn. Það er m.a.s. hægt að kaupa auka bleyjur handa dúkkunni. Strákarnir, á hinn bóginn, keyrðu grænan traktor, fengu action man sem á ekki gæludýrasnyrtistofubíl heldur byssu, borðuðu í vegg á plastvinnustofunni og keyrðu fjarstýrða trukka sem "geta komist yfir hvaða torfæru sem er!".
Satt að segja þá finnst mér miklu skemmtilegra að keyra traktor og bora í vegg heldur en að klippa hár á plasthundum og skipta á kúkableyjum!
Fussumsvei!

0 ummæli: