miðvikudagur, ágúst 06, 2008

Sumarvinnan mín er alveg að verða búin. Sem þýðir að ég þarf að skrifa langa skýrslu um allskonar mikilvæga hluti eins of t.d. að það sé betra að nota mjúka skotbolta fram yfir þessa klassísku hörðu, að mér finnist hentugra að skrifstofan snúi á móti glerganginum í stað þess að vísa út í port, að gsm-posi sé nauðsynlegur og allskonar annað mjög gefandi. Nei annars, mikið ofboðslega er það leiðinlegt.

[Innskot: Nú er klukkan er verða hálftvö á miðvikudagsnóttu. Mikið ofsalega finnst mér nágranni minn hafa valið sér undarlegan tíma til að hlusta á harða elektrómjúsík í sínu allra hæsta.]

En fyrst sumarvinnan mín er að verða búin þá þýðir það að ég er búin að fara til elsku Kóngsins með elsku Kórus. Sjá dæmi:

Maddömukvartett Hamrahlíðarkórsins grínar fyrir utan Óperuna


Sópranmafían leggur á ráðin


Nokkrir vel valdir tenórar og hreinn afbragðsbassi


Og fyrst að ég er búin að fara til Kóngsins og sumarvinnan er alveg að verða búin þá hlýtur það að þýða að á fimmtudagsmorgun muni ég halda á vita enn meiri ævintýra í örmum Karólar og New York. Þið hin verðið víst að bíða heima á meðan.

0 ummæli: